ao link

Privacy Policy - Icelandic

Persónuverndarskilmálar

Icelandair Cargo virðir friðhelgi einkalífs og tekur verndun persónuupplýsinga þinna alvarlega.

Hér er samantekt á því hvernig Icelandair Cargo tekur á réttindum þínum til friðhelgi einkalífs, söfnunar, nýtingar og vinnslu persónuupplýsinga þinna:

  • Icelandair Cargo mun veita þér upplýsingar um þau gögn sem við söfnum og hvað við gerum við þau.
  • Icelandair Cargo mun gera ráðstafanir og beita aðferðum til þess að varðveita og vernda upplýsingarnar þínar.
  • Icelandair Cargo mun tryggja að persónuverndarréttindi þín séu virt og veita þér meira vald yfir þínum eigin upplýsingum.
  • Icelandair Cargo mun nota upplýsingarnar sem þú gefur okkur í þeim tilgangi sem lýst er í stefnu okkar um persónuvernd. Það felur meðal annars í sér að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir og bæta upplifun þína hjá Icelandair Cargo.
  • Icelandair mun einnig nýta upplýsingarnar til að hjálpa okkur að skilja þig betur og til að bjóða þér viðeigandi tilboð.
  • Icelandair Cargo mun ekki senda þér markaðsefni ef þú lætur okkur vita að þú viljir ekki taka við slíku. Hins vegar munum við halda áfram að senda þér mikilvægar uppfærslur og upplýsingar um þjónustu eða vöru sem þú hefur keypt til þess að halda þér upplýstri/upplýstum um bókun, þjónustu og fraktflutninga.

Með því að smella á „Persónuverndarstefna Icelandair Cargo“ hér að neðan getur þú lesið persónuverndarstefnu okkar nánar. Með því að lesa persónuverndarstefnuna munt þú fá betri skilning á því hvernig persónuupplýsingarnar þínar eru nýttar, hvaða tegundir upplýsinga við söfnum, hvernig við söfnum þeim, í hvaða tilgangi þær verða nýttar og með hverjum við deilum þeim.

Við munum gefa þér tiltekin dæmi um vinnslu á persónuupplýsingunum þínum. Vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti með því að skrifa til [email protected] ef þú hefur frekari fyrirspurnir.

Vinsamlegast hafðu í huga að samantektin hér að ofan og persónuverndarstefnan hér að neðan hafa ekki samningsgildi og eru því ekki hluti af samningi þínum við okkur með fyrirvara um réttindi þín samkvæmt gildandi lögum.